Skeljungur hf.: Aðalfundur 4. mars 2021 – framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar og krafa um margfeldiskosningu


Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þann 4. mars 2021 kl. 16:00 í sölum 2-3 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík.

Framboðsfrestur til stjórnar og tilnefningarnefndar Skeljungs hf. er runninn út.

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í stjórn félagsins:

Birna Ósk Einarsdóttir
Dagný Halldórsdóttir
Jón Ásgeir Jóhannesson
Nanna Björk Ásgrímsdóttir
Sigurður Kristinn Egilsson
Þórarinn Arnar Sævarsson

Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í viðhengi og í skýrslu tilnefningarnefndar á heimasíðu Skeljungs: https://www.skeljungur.is/hluthafafundur-2021

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn þess skipuð fimm einstaklingum og skal hlutfall hvors kyns innan stjórnar ekki vera lægra en 40%.

Stjórn Skeljungs hf. barst krafa um að beitt verði margfeldiskosningu við kjör stjórnar Skeljungs hf. Krafan barst stjórn innan tilskilins frests og barst frá hluthöfum sem hafa yfir að ráða meira en 1/10 hlutafjárins, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Margfeldiskosningu verður því beitt við stjórnarkjörið á fundinum.

Margfeldiskosning fer fram með eftirfarandi hætti: Kosið skal á milli einstaklinga. Gildi hvers atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu.

Framboðsfrestur til setu í tilnefningarnefnd félagsins er einnig runninn út. Eftirfarandi einstaklingar eru í framboði til tilnefningarnefndar:

Katrín S. Óladóttir
Sigurður Kári Árnason

Samkvæmt starfsreglum tilnefningarnefndar skal hluthafafundur kjósa tvo nefndarmenn en nýkjörin stjórn félagsins skipar einn úr stjórn í nefndina í kjölfar aðalfundar. Katrín og Sigurður verða því sjálfkjörin til setu í nefndinni. Sjá nánari upplýsingar um frambjóðendur í viðhengi.

Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins: https://www.skeljungur.is/hluthafafundur-2021

Hluthafar eru hvattir til að forskrá sig á aðalfund félagsins mt.t. sóttvarnarreglna með því að senda nafn og kt. og eftir atvikum útfyllt umboðseyðublað á fjarfestar@skeljungur.is

Skráning á aðalfundinn á fundarstað er frá kl. 15:00 á fundardegi.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is.

www.skeljungur.is
https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/

Viðhengi



Attachments

Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar – Aðalfundur 4. mars 2021