Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi 11. mars 2021

Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. verður haldinn þann 11. mars 2021 kl. 15.00 á Hotel Hilton Reykjavík Nordica, fundarsal B.

Ekki hafa verið gerðar breytingar frá áður birtri dagskrá og tillögum sem lagðar verða fyrir fundinn, utan þess að tilgreining arðleysisdags og arðsréttindadags hefur breyst frá því sem kom fram í fyrra fundarboði. Verða dagsetningar tengdar arðgreiðslutillögunni sem hér segir:

Arðsákvörðunardagur11. mars 2021
Arðleysisdagur12. mars 2021
Arðsréttindadagur15. mars 2021
Arðgreiðsludagur10. júní 2021

Arðsréttindadagur verður þannig mánudaginn 15. mars 2021, þannig að hluthafar tilgreindir í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags eiga tilkall til arðs vegna rekstrarársins 2020. Arðleysisdagur, það er sá dagur sem viðskipti hefjast með bréf félagsins án réttar til arðs vegna reikningsársins 2020, verður föstudaginn 12. mars 2021, næsta viðskiptadag eftir aðalfund.

Endanlegar tillögur stjórnar fyrir aðalfund félagsins eru hér meðfylgjandi.

Framboðsfrestur til stjórnar félagsins er liðinn samkvæmt samþykktum félagsins og hafa framboð borist frá eftirtöldum aðilum sem eru þeir sömu og tilnefningarnefd félagsins gerði tillögu um:

Gréta María Grétarsdóttir
Kristinn Albertsson
Martha Eiríksdóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Þórarinn V. Þórarinsson

Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Þar sem stjórn félagsins skal skipuð fimm einstaklingum er ljóst að framangreindir aðilar eru sjálfkjörnir til setu í stjórn félagsins á aðalfundinum án sérstakrar atkvæðagreiðslu.

Thomas Möller, fráfarandi stjórnarmaður, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins, og kemur Gréta María Grétarsdóttir inn sem nýr stjórnarmaður í félaginu.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar sem sjá má hér

Viðhengi