Festi hf.: Vegna stjórnarkjörs í Festi

Kopavogi, ICELAND


Stjórn Festi hf. vísar til áður boðaðs aðalfundar sem haldinn verður mánudaginn 22. mars 2021 klukkan 10:00 á aðalskrifstofu félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.

Framboðsfrestur til stjórnar félagsins er nú útrunnin. Hafa borist sex framboð og metur stjórn alla frambjóðendur fullnægja þeim skilyrðum sem gerð eru til stjórnarmanna. Nánar til tekið hafa eftirfarandi boðið sig fram til stjórnar Festi:

  • Guðjón Reynisson
  • Kristín Guðmundsdóttir
  • Margrét Guðmundsdóttir
  • Már Wolfgang Mixa
  • Þórey G. Guðmundsdóttir
  • Þórður Már Jóhannesson

Tilnefningarnefnd leggur til að Guðjón, Kristín, Margrét, Þórey og Þórður skipi stjórn félagsins.

Samkvæmt samþykktum Festi skal hlutfall hvors kyns í stjórn félagsins vera að lágmarki 40%.

Samkvæmt samþykktum Festi eiga hluthafar rétt á að krefjast hlutfallskosningar eða margfeldiskosningar við stjórnarkjör í tvo sólarhringa frá því að stjórn kunngerir niðurstöður framboða til stjórnar, ef ekki er sjálfkjörið. Frestur til að krefjast margfeldiskosningar rennur því út kl. 17:00 eftirmiðdags 19. mars 2021. Þurf 10% hluthafa að krefjast slíkrar kosningar.

Stjórn Festi hf.

Nánari upplýsingar veitir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi eggert@festi.is.