Kvika banki hf.: Birting undanþáguskjals í tengslum við samruna Kviku, TM og Lykils


Kvika banki hf. (hér eftir nefnt ,,Kvika“ eða ,,útgefandi“) birtir meðfylgjandi undanþáguskjal (hér eftir nefnt ,,undanþáguskjalið“) í samræmi við f) lið 5. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129, um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði verðbréfa eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og um niðurfellingu á tilskipun 2003/71/EB (hér eftir nefnd ,,lýsingarreglugerðin“). Lýsingarreglugerðin hefur verið innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 14/2020 um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði. Nánar tiltekið birtir Kvika undanþáguskjalið vegna fyrirhugaðrar töku 2.509.934.076 hluta, sem gefnir eru út skv. ákvörðun hluthafafundar Kviku þann 30. mars 2021 í tengslum við þríhliða samruna Kviku, TM hf. og Lykils fjármögnunar hf., til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Eins og áður hefur verið greint frá var endanleg ákvörðun um samrunann tekin 30. mars 2021, þegar samruninn var samþykktur af hluthafafundum félaganna þriggja, hvers um sig.

Undanþáguskjalið hefur að geyma upplýsingar um samrunann og áhrif hans á útgefanda, auk annarra viðeigandi upplýsinga.

Skjalið er aðgengilegt á vefsíðu Kviku, https://www.kvika.is/fjarfestaupplysingar/skraningarskjal-og-utgafulysingar/



Viðhengi



Attachments

310321 Exemption Document