Kvika banki hf.: Stækkun útgáfu KVB 20 01


Kvika banki hf. hefur selt í dag að nafnvirði 2.840 m.kr. í skuldabréfaflokkunum KVB 20 01.

Skuldabréfaflokkurinn KVB 20 01 eru almenn skuldabréf á gjalddaga í október 2023, greiða mánaðarlegar vaxtagreiðslur REIBOR 1 mánuður að viðbættu 0,85% vaxtaálagi og eru þau seld á 99,25 (clean). Skuldabréfunum fylgir innlausnarheimild sem fjárfestir getur nýtt hvenær sem er á líftíma bréfsins. Framkvæmd innlausnar fer fram með endurkaupum útgefanda á skuldabréfunum á næsta vaxtagjaldaga að átta mánuðum liðnum, frá því tilkynning um innlausn berst útgefanda.  Áður hefur bankinn gefið út 2.160 m.kr. í flokknum og nemur heildarútgáfa eftir útboðið í dag 5.000 m.kr. og er heildarútgáfuheimild þar með að fullu nýtt.

Skuldabréfin verða tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland í næstu viku.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Karl Högnason forstöðumaður fjárstýringar hjá Kviku banka hf. (halldor.hognason@kvika.is / s: 5403200).