Eik fasteignafélag hf.: Krafa um margfeldiskosningu


Eik fasteignafélagi hf. hefur borist krafa frá Brimgörðum ehf. um að beitt verði margfeldiskosningu við kjör stjórnar félagsins sem fram fer á aðalfundi 26. apríl 2021. Krafan var send til stjórnar innan tilskilins frests og barst frá hluthafa sem hefur yfir að ráða meira en 1/50 hluta hlutafjár, sbr. 5. mgr. 20. gr. samþykkta félagsins. Margfeldiskosningu verður því beitt við stjórnarkjörið.

Margfeldiskosning fer fram með eftirfarandi hætti: Kosið skal á milli einstaklinga. Gildi hvers atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu.