- Ákvörðun um takmörkun atkvæðisréttar


Fjármálaeftirlitið hefur beint því til Glitnis banka hf. að birta eftirfarandi tilkynningu hjá OMX fyrir hluthafafund þann 30. apríl 2007: 

“Ákvörðun um takmörkun atkvæðisréttar FL Group hf. Elliðahamars ehf., Jötuns Holding ehf. og Sunds ehf. og aðila þeim tengdum í Glitni banka hf. 

Fjármálaeftirlitið hefur haft til meðferðar athugun á því hvort myndast hafi samstarf um meðferð virks eignarhlutar í Glitni banka hf. í kjölfar viðskipta með hlutabréf í bankanum þann 5. apríl sl. Með tengdum aðilum er í tilviki FL Group hf,. átt við félagið og dótturfélög þess. Í tilviki Elliðahamars ehf. er átt við félagið og dótturfélag þess Elliðatinda ehf. Í tilviki Sunds ehf. er átt við félagið og dótturfélag þess Sund Holding ehf. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins er sú að framangreindir aðilar séu í samstarfi við FL Group hf. um meðferð virks eignarhlutar í Glitni banka hf. á grundvelli 2. mgr. 40. gr. laga nr. 161-2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 2. mgr. 40. gr. A. og 3. og 4. tl. 3. mgr. 40. gr. A. laganna. Þar sem framangreindir aðilar hafa ekki hlotið samþykki fjármálaeftirlitsins til meðferðar á hinum virka eignarhlut hefur fjármálaeftirlitið tekið ákvörðun um að takmarka sameiginlegan atkvæðisrétt þeirra í félaginu við 32.99%, sbr. 45. gr. laganna.“