Hagfelld rekstrarskilyrði fyrir Straumborg ehf. á fyrri helmingi ársins Straumborg ehf. er eignarhaldsfélag en tilgangur þess er m.a. fjárfestingar og eignarhald á hlutabréfum og þátttaka í öðrum atvinnurekstri. Gert er samstæðuuppgjör fyrir Straumborg og dótturfélög. Stærsta eign samstæðunnar er í Kaupþingi banka. Rekstrarskilyrði Straumborgar hafa að mestu leyti verið afar hagfelld á fyrri hluta ársins. Hagnaður Straumborgar ehf. á tímabilinu 1/1 - 30/6 2007 nam 4.452 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar í lok tímabilsins 42.965 milljónum króna, bókfært eigið fé í lok tímabilsins var 16.710 milljónir króna, arðsemi eiginfjár á ársgrundvelli 88% og eiginfjárhlutfall 38,9%. Straumborg ver eigið fé sitt í evrum en gerir upp reikninga sína í krónum. Hafði styrking krónunnar á fyrri hluta ársins því neikvæð áhrif á arðsemi félagsins í krónum talið. Horfur Rekstur Straumborgar gengur vel og gera forsvarsmenn Straumborgar ráð fyrir að rekstrarniðurstöður ársins verði vel viðunandi. Horfur á þeim mörkuðum sem félagið starfar á eru að mestu leyti hagstæðar og rekstur allra félaga innan samstæðunnar er á áætlun. Hafa verður þó í huga að rekstur fjárfestingafélags eins og Straumborgar er háður óvissu, svo sem þróun fjármálamarkaða og ýmsum öðrum þáttum sem eru ekki á valdi félagsins. Helstu stærðir úr árshlutareikningi félagsins eru eftirfarandi: Sjá viðhengi. Nánari upplýsingar um uppgjörið veita Gunnlaugur Jónsson og Hjalti Baldursson framkvæmdastjórar Straumborgar í síma 575-2600.
2007
| Quelle: Straumborg ehf.