Hæstiréttur Íslands veitir Eimskip áfrýjunarleyfi


Í dag barst tilkynning Hæstaréttar Íslands um að umsókn Eimskipafélags Íslands hf. um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 21. júlí 2019 í málinu nr. 416/2018: Eimskipafélag Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu, hafi verið samþykkt.

Áfrýjunarleyfið er veitt þar sem Hæstiréttur telur að dómur í málinu myndi hafa fordæmisgildi.

Ákvörðun Hæstaréttar má finna hér


Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is