Vísað er til tilkynningar Íslandshótela um niðurstöðu fundar skuldabréfaeigenda dags. 28. ágúst sl. Eins og fram kemur í niðurstöðu fundar skuldabréfaeigenda samþykktu skuldabréfaeigendur að fresta greiðslum af skuldabréfunum og gera tilslakanir á fjárhagslegum skilmálum, með þeim fyrirvara um að viðskiptabankar félagsins hefðu fallist á sambærilegar aðgerðir og að slíkar sambærilegar aðgerðir væru í gildi á frystingartíma skuldabréfanna.
Félagið hefur unnið í góðri samvinnu við viðskiptabanka sinn og hefur nú fengið yfirlýsingu viðskiptabanka síns sem skjalfestir þá afstöðu bankans að félaginu er veitt áframhaldandi frysting og tilslakanir á fjárhagslegum skilmálum sem ná fram á sumar 2021. Sjá meðfylgjandi yfirlýsingu.
Unnið að skjalagerð í tengslum við aðgerðir viðskiptabankans og verður þeim lokið í síðasta lagi 5. október næstkomandi. Komi til þess að skjalagerð ljúki ekki mun útgefandi upplýsa sérstaklega um slíkt.
Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Jónsdóttir
kolbrun.jonsdottir@islandshotel.is
GSM 8599844
Viðhengi