Eik fasteignafélag hf.: Birting ársuppgjörs 2024 þann 13. febrúar - Rafrænn kynningarfundur 14. febrúar


Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2024 eftir lokun markaða fimmtudaginn 13. febrúar nk. Rafrænn kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 14. febrúar nk. klukkan 8:30. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu.

Tengill á fundinn mun verða sendur út samhliða birtingu uppgjörsins.

Markaðsaðilar geta sent spurningar fyrir eða á fundinum á netfangið fjarfestatengsl@eik.is. Stjórnendur hvetja markaðsaðila að senda inn spurningar fyrir fundinn til að hægt sé að undirbúa svör, sé þess þörf. Spurningum verður svarað að kynningu lokinni.