Niðurstöður aðalfundar Nýherja 26. janúar 2006


Eftirfarandi var samþykkt á aðalfundi félagsins sem haldinn var í ráðstefnusal Nýherja Borgartúni 37, kl. 16.00, þann 26. janúar  2007:



1.	Ársreikningur félagsins var lagður fram og samþykktur samhljóða.

2.	Samþykkt var að félagið greiddi 0,45 kr. á hlut í arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2006 og að arður verði greiddur út 28. febrúar nk. í samræmi við eign hluthafa eins og hún var skráð í lok dags þann 26. janúar 2007.

3.	Samþykkt var tillaga um stjórnarlaun fyrir starfsárið 2006: Stjórnarformaður kr. 2.550.000, stjórnarmenn kr. 850.000 og varamaður kr. 60.000 fyrir hvern fund.
 
 4.	Samþykkt var að eftirtaldir skipi stjórn fyrir næsta starfsár: Benedikt Jóhannesson, Árni Vilhjálmsson og Guðmundur Jóh. Jónsson. Samþykkt var að varamaður verði Örn D. Jónsson.  	

5.	Samþykkt var að endurskoðandi félagsins verði KPMG Endurskoðun hf.

6.	Samþykkt var tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum skv. 55. grein hlutafélagalaga, þar sem stjórn er heimilt fyrir hönd félagsins að kaupa allt að 10% af nafnverði hlutafjár félagsins, sbr. VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Kaupgengi hluta má ekki vera meira en 20% hærra eða lægra en síðasta skráða gengi í Kauphöll Íslands. Gildistími heimildarinnar er allt að átján mánuðir.

7.	Tillaga um heimild stjórnar félagsins til að lækka útistandandi hlutafé með vísan til VII. og VIII kafla hlutafélagalaga nr. 2/1995 var samþykkt. Um er að ræða 13.000.000 hluti eða liðlega 5,24% af útgefnu hlutafé. Að lækkun lokinni verður hlutafé félagsins kr. 235.000.000 og breytist 1. mgr. í grein 2.1 í samþykktum félagsins því til samræmis.

8.	Samþykkt var tillaga um heimild stjórnar um aukningu hlutafjár sbr. 41. gr. hlutafélagalaga  að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 36 millj. með sölu nýrra hluta til nýrra hluthafa. Núverandi hluthafar falla frá forkaupsrétti sínum til kaupa á hlutum þessum. Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi bréfanna og sölureglur hverju sinni. Skal áskrift fara fram samkvæmt ákvæðum samþykkta félagsins og V. kafla hlutafélagalaga. Engar hömlur skulu vera á viðskiptum með hina nýju hluti.  Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Heimild þessa getur stjórn Nýherja nýtt innan þriggja ára frá samþykkt hennar.

Ný stjórn skipti með sér verkum á stjórnarfundi, sem haldinn var í framhaldi aðalfundar. Benedikt Jóhannesson gegnir stöðu stjórnarformanns. Árni Vilhjálmsson var kjörinn varaformaður.


Attachments

Starfskjarastefna.pdf Ra formanns.pdf Samykktir Nyherja.pdf