2007


Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík á fyrstu sex mánuðum ársins nam um 5.644 m.
kr. fyrir skatta. Hagnaður eftir skatta var 4.637 m.kr. sem er aukning upp á
338,7% frá sama tímabili árið áður. Arðsemi eiginfjár var 63,8% sem er ein sú
mesta frá stofnun sjóðsins. 

Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag

•  Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2007 nam
   5.643,8 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 1.244,6 m. kr. á sama
   tímabili 2006. 

•  Hagnaður eftir skatta nam 4.637 m. kr. samanborið við 1.057 m. kr. á sama
   tímabili árið áður og jókst um 338,7% 

•  Arðsemi eigin fjár var 63,8% en var 55% fyrir sama tímabil 2006.

•  Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu á tímabilinu 2.216,9 m.kr. en það er 8,27%
   hækkun frá sama tímabili árið áður. 

•  Vaxtagjöld hækkuðu um 326,1 m. kr. á tímabilinu og námu 1.866,1 m.kr.

•  Hreinar vaxtatekjur námu því 350,7 m.kr. samanborið við 507,5 m.kr. á sama
   tímabili árið áður. 

•  Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu fjármagns var
   1,4% á tímabilinu en 2,3% á sama tímabili árið áður. 

•  Hreinar rekstrartekjur jukust um 4.579,4 m. kr. og voru 6.456,2 m.kr. á
   tímabilinu. Munar þar mest um tekjur af veltufjáreignum og öðrum fjáreignum á
   gangvirði í gegnum rekstur. Þá er einnig mikil aukning á hlutdeild í afkomu
   hlutdeildarfélaga. 

•  Laun og launatengd gjöld námu 309,7 m. kr. og jukust um 21,7%. Annar
   rekstrarkostnaður jókst um 77,7 m. kr. eða 30,1%. 

•  Kostnaðarhlutfall á tímabilinu var 10,1% á móti 27,8% á sama tíma árið áður.

•  Virðisrýrnun útlána og krafna var 157,2 m.kr. en var 111,1 m.kr. á sama
   tímabili árið áður. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var
   framlagið 0,28% en var 0,25% á sama tímabili árið áður. 

•  Heildarinnlán í Sparisjóðnum ásamt lántöku námu í lok júní 33.903,5 m.kr. og
   er aukningin því 13,3% á tímabilinu. 

•  Útlán ásamt kröfum námu 38.821,9 m.kr. í lok júní 2007 og höfðu aukist um
   7.266,5 m.kr. eða um 23% á fyrstu 6 mánuðum ársins. 

•  Í lok tímabilsins var niðurstöðutala efnahagsreiknings 55.898,5 m.kr. og
   hafði hún hækkað um 10.888,4 m.kr. eða 24,2% á tímabilinu. 

•  Eigið fé Sparisjóðsins í lok júní nam 14.167,7 m.kr. og hefur eigið fé aukist
   um 5.449,9 m.kr. eða 62,52%. Inni í því er stofnfjáraukning upp á 700 m. kr.
   að nafnvirði. 

•  Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 17,3% en var 10,45% á
   sama tíma árið áður. 

•  Áætlanir benda til að afkoman verði góð á árinu 2007.

•  Í lok tímabilsins var stofnfé 1.800 milljónir  að nafnvirði og voru
   stofnfjáraðilar 724 talsins. 

•  Árshlutareikningur samstæðu Sparisjóðsins í Keflavík er gerður í samræmi við
   alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af
   Evrópusambandinu og í samræmi við IAS 34 "Interim Financial Reporting". 
   Þetta er fyrsti árshlutareikningur sjóðsins sem gerður er samkvæmt
   alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og hefur alþjóðlega
   reikningsskilastaðlinum IFRS 1, Innleiðing alþjóðlegra reikningsskilastaðla,
   verið  beitt við gerð hans. 


Að sögn Geirmundar Kristinssonar þá hefur rekstur Sparisjóðsins í Keflavík
gengið vonum framar. Þetta er langmesti hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík á
einum árshelmingi og er hagnaður tímabilsins rúmlega fjórfaldur miðað við sama
tímabil árið áður. Arðsemi eiginfjár var 63,8% sem er ein sú mesta frá stofnun
sjóðsins. Hagnaður síðastliðinna ára hefur verið notaður til uppbygginar á
ýmsum tekjusviðum sjóðsins sem mun koma sparisjóðnum til góða í framtíðinni. 

Í apríl var farið í útboð á nýju stofnfé að upphæð 700 m. kr. að nafnvirði og
tókst það mjög vel þar sem umframeftirspurn var eftir hinu nýja stofnfé. Þá
hefur stjórn Sparisjóðsins í Keflavík ákveðið að bjóða út nýtt stofnfé að
nafnvirði 1.000 m. kr. og fer útboðið fram í september n.k. Stofnfjármarkaður
hefur verið með stofnfjárbréf hjá Viðskiptastofu SPKEF frá því í byrjun ársins
og hefur hann gengið framar vonum og hafa stofnfjáraðilar aldrei verið fleiri
en nú. 

Höfuðstöðvar Sparisjóðsins og Viðskiptastofu Spkef eru í Keflavík en einnig
rekur sparisjóðurinn útibú og afgreiðslur á eftirtöldum stöðum: Njarðvík,
Garði, Sandgerði, Grindavík, Vogum og Ólafsvík. Sparisjóðurinn opnar afgreiðslu
í Reykjavík á síðari hluta ársins. Starfsmenn Sparisjóðsins eru 98 talsins og
bjóða þeir víðtæka fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga á öllum
aldri.
 
Nánari upplýsingar veitir Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri í síma
421-6600 eða mailto:geirmundur@spkef.is.

Attachments

samstuarshlutareikningur 300607.pdf sparisjourinn i keflavik - lykiltolur.pdf