2007 - Leiðrétting - Frétt send út 2007-10-30 17:19:29 CET


Leiðrétting í fyrirsögn

Árshlutareikningur félagsins hefur að geyma samandreginn samstæðureikning
félagsins og dótturfélaga þess.  Hann var samþykktur af stjórn og forstjóra
félagsins 30. október 2007. 
	
Árshlutareikningur félagsins er nú í fyrsta sinn gerður í samræmi við
alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS).  Innleiðing staðlanna hefur óveruleg
áhrif á reikningsskil félagsins. 

Lykiltölur í millj. kr. - samstæða

•  Hagnaður tímabilsins 1. mars til 31. ágúst 2007 nam 715 millj. kr. en tap
   fyrir sama tímabil árið áður nam 44 millj. kr. 

•  Rekstrartekjur tímabilsins 1. mars til 31. ágúst 2007 námu 25.474 millj. kr.
   en námu 22.241 millj. kr. fyrir sama tímabil árið áður. 

•  Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 26.068 millj. kr. en námu
   23.616 millj. kr. í febrúarlok 2007.
 
•  Eigið fé félagsins í lok tímabilsins nam 8.965 millj. kr. en nam 6.538 millj.
   kr í febrúarlok 2007. 

•  Eiginfjárhlutfall félagsins var 34,4%


Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri félagsins í síma 530 5500

Attachments

hagar frettatilkynning 31 8  20071.pdf hagar arshlutareikningur ifrs 31 8 2007 enskur a1.pdf