Niðurstöður tilboðs Teymis hf. til hluthafa


Samþykkisfrestur vegna tilboðs sem Teymi hf. gerði hluthöfum félagsins um að
selja hlutabréf sín í félaginu rann út klukkan 16:00 þann 29. ágúst 2008. 

Eigendur um 9,68 % af útgefnu hlutafé í Teymi hf. samþykktu tilboðið og munu
þeir fá greitt með hlutabréfum í Alfesca hf. í samræmi við skilmála tilboðsins.
Greiðsla kaupverðs mun fara fram eigi síðar en fimm viðskiptadögum eftir að
gildistími tilboðsins rann út. 

Eigendur um 90,32 % hlutafjár í Teymi hf. samþykktu ekki tilboðið.

Landsbanki Íslands hf. - Fyrirtækjaráðgjöf var ráðgjafi Teymis hf.

Nánari upplýsingar veitir Dóra Sif Tynes, framkvæmdarstjóri lögfræðisviðs
Teymis hf. í síma 6695512.