- Árshlutareikningur 31. ágúst 2008


Árshlutareikningur félagsins hefur að geyma samandreginn samstæðureikning
félagsins og dótturfélaga þess.  Hann var samþykktur af stjórn og forstjóra
félagsins 31. október 2008. 

Árshlutareikningur félagsins er gerður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS). 

Lykiltölur í millj. kr. - samstæða

•  Tap tímabilsins 1. mars til 31. ágúst 2008 nam 1.409 millj. kr. en hagnaður
   fyrir sama tímabil árið áður nam 715 millj. kr. 

•  Rekstrartekjur tímabilsins 1. mars til 31. ágúst 2008 námu 29.351 millj. kr.
   en námu 25.474 millj. kr. fyrir sama tímabil árið áður. 

•  Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 28.579 millj. kr. en námu
   27.995 millj. kr. í febrúarlok 2008. 

•  Eigið fé félagsins í lok tímabilsins nam 6.687 millj. kr. en nam 8.808 millj.
   kr í febrúarlok 2008. 

•  Eiginfjárhlutfall félagsins var 23,4%


Fyrirtæki Haga eru eftirfarandi:

Bónus          Debenhams				
Hagkaup        Ferskar kjötvörur				
10-11          Noron (Zara)
Aðföng         Íshöfn
Hýsing         Bananar
Útilíf				
				
Hlutdeildarfélög eru:  Max  og SMS p/f				
				
Stöðugildi hjá félaginu í lok tímabilsins námu 1.550.


Staða og horfur

Mikil óvissa ríkir um vöruöflun verslunarfyrirtækja á Íslandi í dag, þ.m.t.
aðföng til verslana Haga.  Gjaldeyrir er af skornum skammti, auk þess sem
almenn milliríkjaviðskipti og greiðsluflæði á milli landa er í ólestri. 
Viðskiptasambönd Haga hafa beðið hnekki sökum efnahagsástands hér á landi
undanfarnar vikur.  Félagið vinnur nú að samningum um vörukaup, m.a. í gegnum
verslunarfyrirtæki Baugs erlendis.  Félagið mun leggja höfuðáherslu að tryggja
viðskiptavinum sínum matvörur og aðrar nauðsynjavörur og koma þar með í veg
fyrir vöruskort.  Óstöðugleiki íslensku krónunnar og mikil verðbólga hefur
mikil neikvæð áhrif á rekstur Haga. 


Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri félagsins í síma 530 5500

Attachments

hagar 31 08 2008.pdf frettatilkynning hagar 31 8  2008.pdf