- Samson eignarhaldsfélag ehf. óskar eftir gjaldþrotaskiptum


Þann 4. nóvember síðastliðinn kvað héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þar sem
hafnað var beiðni Samson eignarhaldsfélags ehf. um framlengingu á
greiðslustöðvun félagsins. Í kjölfar úrskurðar héraðsdóms þá hefur stjórn
Samson eignarhaldsfélags ehf. tekið ákvörðun um að fara fram á það við
héraðsdóm Reykjavíkur að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta.