Breyting í framkvæmdastjórn


Jón Hallur Pétursson framkvæmdastjóri SPRON verðbréfa hefur ákveðið að láta af
störfum hjá SPRON frá 1. desember næstkomandi.  Björg Kristinsdóttir mun taka
við starfi hans sem framkvæmdastjóri SPRON verðbréfa. Björg hefur starfað sem
forstöðumaður eignastýringar hjá SPRON verðbréfum frá  2004. Áður starfaði hún
í fjármáladeild Coca Cola í Póllandi, Anvanse Forvaltning í Osló og þar áður
starfaði Björg í 9 ár hjá Kaupþingi. Björg útskrifaðist með MSc. frá Norwegian
School of Management árið 1997. 

Frekari upplýsingar veitir Jóna Ann Pétursdóttir forstöðumaður almannatengsla í
síma 550 1771.