Fyrirvari vegna birtingar lýsingar dagsettri 26. nóvember 2011


Lýsingin, dagsett 26. nóvember 2011, sem finna má á þessari síðu, varðar almennt útboð á hlutum í Högum hf. og töku allra útgefinna hluta í Högum hf. til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Hvorutveggja fer fram í samræmi við íslensk lög og reglugerðir, þar á meðal lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/71/EC frá 4. nóvember 2003 hefur verið innleidd í íslenskan rétt. Lýsingin er útbúin með hliðsjón af núgildandi löggjöf á Íslandi, svo og reglum NASDAQ OMX Iceland hf. sem gilda um töku verðbréfa til viðskipta. Lýsingin hefur verið yfirfarin og staðfest af NASDAQ OMX Iceland hf. í samræmi við samning við Fjármálaeftirlitið.

Útboðið stendur yfir frá kl. 10.00 þann 5. desember 2011 til kl. 16.00 þann 8. desember 2011. Tilboðshafar útboðsins eru þeir fjárfestar sem heimiluð er þátttaka í útboðinu samkvæmt lýsingunni, en þeir eru aðilar (einstaklingar og lögaðilar) með íslenska kenntölu sem eru fjárráða og ráða búi sínu sjálfir. Það þýðir m.a. að einstaklingum og félögum sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta er ekki heimiluð þátttaka í útboðinu og að einstaklingum undir 18 ára aldri er ekki heimiluð þátttaka í útboðinu.

Hlutirnir eru einungis boðnir til sölu á Íslandi og eru ekki boðnir til sölu í lögsagnarumdæmum þar sem slíkt útboð myndi krefjast aukinnar skráningar umfram þá lýsingu sem gefin er út og staðfest af íslenskum eftirlitsaðilum í tengslum við útboðið.

Lýsingin er gefin út í á íslensku, bæði á rafrænu og prentuðu formi. Lýsingin samanstendur af þremur sjálfstæðum skjölum; samantekt, verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu og skal skoðast sem ein heild Lýsingunni má ekki breyta né hluta niður á neinn hátt. Óheimil er hverslags dreifing lýsingarinnar til landa þar sem dreifing myndi krefjast viðbótar skráningarferlis eða aðgerða annarra en þeirra sem heyra undir íslensk lög og reglur, eða sem greinir á við lög eða reglur viðeigandi landa. Lýsingunni skal hvorki dreifa eða senda í pósti né dreifa á einn eða annan hátt til eða innan Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada eða Japan.

Lýsinguna má undir engum kringumstæðum skoða eða túlka sem loforð um árangur í rekstri eða um ávöxtun fjármuna af hálfu útgefanda, umsjónaraðila eða annarra aðila. Hver sá sem hyggst taka þátt í útboðinu á hlutum í Högum hf. er hvattur til að kynna sér lýsinguna ítarlega.

Fyrirvari þessi er gerður í samræmi 2. tl. 29. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 809/2004 frá 29. apríl 2004.


Attachments