Sex milljarða rekstrarbati hjá Orkuveitunni


Reykjavík, 2012-03-16 15:00 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Rekstrarhagnaður (EBIT) Orkuveitu Reykjavíkur varð 6,4 milljörðum meiri árið 2011 en 2010 og tvöfaldaðist á milli ára. Launakostnaður dróst saman, annar rekstrarkostnaður sömuleiðis og tekjur jukust. Allir þættir aðgerðaáætlunar fyrirtækisins og eigenda þess, sem samþykkt var fyrir ári, hafa staðist og sumir gott betur.

Ársreikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur 2011 var samþykktur af stjórn fyrirtækisins í dag. Hann er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Ársreikningurinn er í viðhengi.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar:

Um síðustu mánaðamót lauk gagngerri uppstokkun á öllum rekstri Orkuveitunnar. Það hefur verið afar krefjandi verkefni og ekki sársaukalaust en starfsfólk hefur staðið sig með mikilli prýði. Við sjáum afrakstur þessarar miklu vinnu í uppgjörinu og ýmsir þættir eiga eftir að skila sér í bættri afkomu á næstunni. Það er líka afar mikilvægt. Skuldabyrðin er þung og sveiflur í ytri þáttum hafa mikil áhrif á fjármagnsliði uppgjörsins. Álverð og gengi krónunnar skiluðu þannig 14 milljörðum tekjumegin 2010 en svipaðri fjárhæð gjaldamegin 2011.

Stjórn Orkuveitunnar hefur stigið mikilvæg skref til verja reksturinn fyrir sveiflum í vöxtum og álverði. Markviss áhættustefna og áhættuvarnarsamningar eru þar mikilvæg tæki þó höfuðatriði sé að reksturinn sjálfur sé í góðu horfi.

Rekstraryfirlit stjórnenda

Allar fjárhæðir eru í milljónum króna á verðlagi hvers árs.

Rekstur 2006 2007 2008 2009 2010 2011
             
Rekstrartekjur 18.101  21.364  24.168  26.013  27.916  33.626 
             
Rekstrarkostnaður (9.551) (11.449) (12.517) (13.042) (13.964) (12.391)
             
EBITDA 8.550  9.914  11.652  12.970  13.951  21.235 
             
Afskriftir (4.504) (5.538) (6.953) (7.814) (7.962) (8.881)
             
Rekstrarhagnaður EBIT 4.046  4.376  4.699  5.157  5.989  12.354 
             
Innleystar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld (684) (2.431) (3.364) (4.258) (3.424) (3.635)
             
Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði 3.361  1.945  1.334  898  2.565  8.719 
             
Óinnleystir fjármagnsliðir (6.786) 6.365  (89.435) (4.812) 14.201  (16.027)
             
Hagnaður (tap) fyrir tekjuskatt skv. ársreikningi (3.425) 8.310  (88.101) (3.914) 16.766  (7.307)
  0 0 (0) 0 0 0
Tekjuskattur 2.846  (1.794) 15.064  1.398  (3.037) 6.751 
             
Afkoma ársins (579) 6.516  (73.037) (2.516) 13.729  (556)

Lækkun rekstrarkostnaðar

Sú uppstokkun, sem ráðist var í á rekstri Orkuveitunnar, hefur skilað verulega bættri rekstrarafkomu. Rekstrarkostnaður, án orkukaupa til endursölu, lækkaði um 1,7 milljarða króna milli áranna 2010 og 2011, sem er 747 milljónum króna betri árangur en aðgerðaáætlun OR og eigenda gerði ráð fyrir. Starfsfólki Orkuveitunnar hefur fækkað mikið undanfarin misseri, eða um 200 frá því flest var árið 2008. Ýmis kostnaður tengdur mannahaldi hefur dregist saman að sama skapi.

[Myndefni í viðhengi]

Aðgerðaáætlun Orkuveitunnar og eigenda

Í mars 2011 samþykktu Orkuveitan og eigendur hennar þrír áætlun um það hvernig ráðið yrði við þann vanda sem fyrirtækið stóð frammi fyrir. Hún nær til áranna 2011 til og með 2016 og er meginmarkmið hennar að bæta sjóðstöðu fyrirtækisins um 50 milljarða króna samanlagt á árabilinu. Helstu þættir hennar eru þessir:

 

 

Aðgerð Fjárhæð 2011-2016
Frestun fjárfestinga í veitukerfum 30 ma.kr.
Lækkun rekstrarkostnaðar 5 ma.kr.
Sala eigna 10 ma.kr.
Víkjandi lán frá eigendum 12 ma.kr.
Hækkun gjaldskrár 8 ma.kr.
Samtals 50 ma.kr.

Í tengslum við árshluta- og árslokauppgjör Orkuveitunnar sendir fyrirtækið frá sér yfirlit yfir framvindu áætlunarinnar. Samkvæmt framvinduskýrslunni sem birt er í dag eru allir þættir á áætlun. Verði svo áfram og standist forsendur áætlunarinnar um ytri þætti, mun Orkuveitunni takast að ráða við þær skuldir sem á fyrirtækinu hvíla.

 

Bætt afkoma reksturs undirstaða árangurs

Skuldir Orkuveitunnar eru verulegar og eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er of lágt. Batnandi afkoma reksturs og aðgerðir í samstarfi við eigendur gera fyrirtækinu kleift, ef áætlanir ganga eftir, að ráða við afborganir næstu ára. Þá má búast við að eiginfjárhlutfallið fari að hækka á ný.

[Myndefni í viðhengi]


Attachments