Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2012

Ársreikningar Vopnafjarðarhrepps A- og B-hluta sjóða fyrir árið 2012 voru lagðir fram til síðari umræðu á fundi hreppsnefndar 18. apríl 2013.


Heildartekjur samstæðunnar allrar voru 668,9  m. kr., en heildarútgjöld hennar þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta að fjárhæð  46,2 m. kr.,  voru 556,1  m.kr.   Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var því jákvæð í samstæðunni um 112,8  m.kr. 

Að teknu tilliti til niðurstöðu fjármunatekna og –gjalda, að fjárhæð 40,2  m.kr., í gjöld umfram tekjur, kemur í ljós að  samstæðan öll var rekin með 72,5  m. kr. hagnaði árið 2012.

Í sjóðstreymi samstæðunnar sést þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum, verðbótum -og gengismun, og skuldbindingum að veltufé frá rekstri er jákvætt um 149,6  m.kr., sem er 22,4 % af heildartekjum og þegar breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum eru meðreiknaðar er handbært fé frá rekstri jákvætt um 113,4  m.kr.   Þetta fjármagn gengur til greiðslu á fjárfestingum og afborgunum lána samtals að fjárhæð 149,5 m.kr.. 

Handbært fé í árslok ársins 2012 er 120,0  m.kr. en var í upphafi ársins 156,1 m. kr. og lækkaði því á árinu um 36,1 m.kr.

Hinn hefðbundni rekstur sveitarfélagsins, þ.e. laun og rekstrargjöld, hækkar um liðlega 9,8 % eða úr 464,1  m. kr. 2011 í 509,9  m.kr. árið 2012.    

Heildargjöld að teknu tilliti til fjármagnsgjalda/tekna hækka um 263 % eða úr 364,4  m.kr. 2011 í  596,3  m.kr. árið 2012.  Þetta skýrist af langstærstum hluta af því að sveitafélagið seldi eignarhlut sinn í HB Granda á árinu 2011.   Af þeim sökum voru fjármagnsliðir jákvæðir um 144,5 m.kr. árið 2011, samanborið við 40,5 í gjöld árið 2012.

Í samstæðunni í heild  voru  greidd niður lán að fjárhæð 50,3 m. kr. á árinu.    Í nýjum sveitarstjórnarlögum, sem tóku gildi 1. janúar 2012 er lögð sú lína að  hlutfall heildarskulda af tekjum megi ekki fara yfir 150 % af heildartekjum og er sveitarfélögum gefinn 10 ára aðlögunartími til þess að ná því marki.    Í ársreikningi Vopnafjarðarhrepps árið 2012 er þetta skuldahlutfall 100,8 %.   Annað viðmið, sem sett hefur verið fram í reglugerð nr. 502/2012 er svokallað skuldaviðmið, sem er 87,7 % í ársreikningi 2012.  Vopnafjarðarhreppur er því vel undir þeim viðmiðum sem sett eru fram í umgetinni reglugerð hvort heldur horft er til skuldahlutfalls eða skuldaviðmiðs eins og þau eru skilgreind.

Engin ný lán voru tekin á árinu 2012.   Skuldir og skuldbindingar lækka í heild úr 717,0 m. kr. í 675,0 m.kr. eða um 42,0 m. kr.

Miðað við niðurstöðu þessa ársreiknings geta Vopnfirðingar horft björtum augum til framtíðar.  

Ljóst er þó að halda þarf fast um stjórnvölinn til þess að  settum markmiðum verði náð.


Attachments

Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps 2012.pdf