Meginniðurstöður ársreiknings Ísafjarðarbæjar 2012


Ársreikningur Ísafjarðarbæjar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar stjórnvalda um reikningsskil sveitarfélaga.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 3.255 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 3.115 milljónum króna.  Rekstrartekjur A hluta námu 2.828 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 2.723 milljónum króna.

Álagningarhlutfall útsvars var 14,48% sem er lögbundið hámark þess.  Álagningarhlutfall fasteignaskatts nam 0,625% vegna íbúðarhúsnæðis og 1,65% vegna atvinnuhúsnæðis sem er lögbundið hámark.  

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 47 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 4 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu.  Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 37 milljón krónur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 110 milljónum króna.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 467 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A hluta 705 milljónum króna.

Í árslok 2012 er skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga, 115% í A hluta og 151% í samanteknum hluta.  Sé fjárfesting í nýju hjúkrunarheimili dregin frá er hlutfallið 149%.  Skv. 2. mgr. 64. gr. sveitastjórnarlaga á þetta viðmið ekki að vera hærra en 150%.

Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 1.661 milljónum króna en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 270 stöðugildum.

Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar 31. desember 2012 var 3.748 og fækkaði um 7 frá fyrra ári.

 


Attachments

Ársreikningur 2012 samþykktur - Kauphöllin.pdf