Tilkynning frá Högum - Afkoma umfram væntingar


Á stjórnarfundi Haga í dag var farið yfir drög að 6 mánaða uppgjöri félagsins sem birt verður 24. október næstkomandi. Samkvæmt þeim er hagnaður félagsins eftir skatta fyrir tímabilið mars – ágúst 2013 rúmlega 1,9 milljarður króna, sem er betri afkoma en fyrir sama tímabil í fyrra og umfram áætlanir. Framlegðarhlutfall, þ.e. álagning félagsins er óbreytt á milli ára, en ástæður betri afkomu er veltuaukning, lægra kostnaðarhlutfall, lægri afskriftir og lægri fjármagnsgjöld.