Breyting á reglum verðbréfasjóðsins/kauphallarsjóðsins Landsbréf LEQ UCITS ETF (áður Landsbréf LEQ)


Fjármálaeftirlitið hefur staðfest breytingar á reglum verðbréfasjóðsins/kauphallarsjóðsins Landsbréf LEQ UCITS ETF, kt. 681212-9300, sem áður höfðu verið samþykktar í stjórn Landsbréfa hf. rekstrarfélagi sjóðsins. Reglubreytingar, sem gerðar eru í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2015, koma til framkvæmda frá og með deginum í dag. Breytingarnar eru þessar helstar:

 

  • Heiti sjóðsins er breytt í Landsbréf LEQ UCITS ETF (var áður Landsbréf LEQ)
  • Upptalning útvistaðra verkefna rekstrarfélags hefur verið uppfærð
  • Uppgjör umsýsluþóknunar fer fram mánaðarlega, en var ársfjórðungslega áður
  • Aukin umfjöllun um viðskipti með hlutdeildarskírteini á frummarkaði í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitins nr. 1/2015, um starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða.
  • Umfjöllun um samruna sjóða er breytt í samræmi við lagabreytingar. 

 

Meðfylgjandi eru hinar nýju reglur sjóðsins, en frekari upplýsingar svo sem útboðslýsingu og lykilupplýsingar má finna á vef Landsbréfa hf. (www.landsbref.is). Frekari upplýsingar veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri, í síma 410 2500.


Attachments

Landsbréf - LEQ UCITS ETF_reglur_20151029.pdf