N1 hf : Hagnaður N1 1.860 milljónir króna árið 2015


Helstu niðurstöður:

  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) árið 2015 nam 3.012 m.kr. samanborið við 2.668 m.kr. árið 2014
  • Framlegð af vörusölu jókst um 5,9% á árinu 2015
  • Selt magn án JET jókst á árinu 2015 um 9,7%
  • Þróun heimsmarkaðsverðs á olíu á árinu hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins
  • EBITDA var 628 m.kr. á 4. ársfjórðungi 2015 (4F2014: 502 m.kr.)
  • Eigið fé var 7.731 m.kr. og eiginfjárhlutfall 41,2% í lok árs 2015
  • Arðsemi eiginfjár var 19,9% (2014: 11,9%)
  • Nettó vaxtaberandi skuldir voru samtals 3.972 m.kr. í árslok 2015 (2014: 2.025 m.kr. )
  • Veltuhraði birgða var 12,03 á árinu 2015 (2014: 12,13)
  • Meðalfjöldi stöðugilda var 521 á árinu 2014 (2014: 560)
  • Stjórn félagsins leggur til að arður að fjárhæð 1.050 m.kr. verði greiddur til hluthafa á árinu 2016 eða 3,0 krónur á hvern hlut

Nánari upplýsingar er að finna í afkomutilkynningu í viðhengi.


Attachments

N1 hf - Afkomutilkynning 2015 N1 hf - Financial Statement 2015 N1 hf - Ársreikningur 2015