HS Orka hf. birtir ársreikning fyrir árið 2015


Stjórn HS Orku hf. samþykkti á fundi sínum í dag ársreikning fyrirtækisins fyrir árið 2015. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum. Ársreikninginn má finna á vefsíðu fyrirtækisins http://www.hsorka.is

Helstu atriði ársreikningsins eru þessi:

EBITDA fyrirtækisins jókst um 1% og er alls 2.774 m.kr. 2015 en var 2.738 m.kr. 2014, þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi lækkað um 2% og verið 7.350 milljónir á árinu, samanborið við 7.479 m.kr. 2014. Bæði tekjur og gjöld drógust saman um 723 milljónir, vegna flutnings starfsmanna til HS Veitna sem eingöngu hafa þjónað HS Veitum.  Sé horft fram hjá þessari tilfærslu aukast tekjur umtalsvert á milli ára, sér í lagi vegna aukinnar sölu á smásölumarkaði. 

Tap ársins af reglulegri starfsemi nam 247 m.kr. samanborið við 736 m.kr. hagnað 2014. Heildarhagnaður var hins vegar 2.633 m.kr. samanborið við heildarhagnað upp á 679 m.kr. árið 2014.

Lækkun á virði afleiða (framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði) er 3.248 m.kr. á árinu og lækkaði einnig um 1.556 m.kr. á árinu 2014. Virði orkuversins í Svartsengi var endurmetið 31. desember 2015 og hefur það jákvæð áhrif á heildarafkomu upp á 3.040 m.kr.   

Eiginfjárhlutfall 31. desember 2015 er áfram mjög hátt eða 58,6% en var í árslok 2014 59,7%.  

Frekari upplýsingar veitir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku hf. í síma 855 9301.  


Attachments

Financial Statement 2015.pdf