Sveitarfélagið Árborg - ársreikningur 2015

Sveitarfélagið Árborg skilar betri rekstrarafkomu en áætlað var


Rekstrarniðurstaða A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar árið 2015 er neikvæð um 21,1 millj.kr. sem er 68,1 millj.kr.betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Heildartekjur eru 6.909 millj.kr. og heildarútgjöld án afskrifta og fjármagnsliða eru 5.974 millj.kr. Afskriftir nema 419 millj.kr. Fjármagnsgjöld nema 516 millj.kr. nettó og er afgangur fyrir skatta 123 þús.kr. sem er 82,5 millj.kr. hærra en gert var ráð fyrir í áætlun. Tekjuskattur nemur 21,2 millj.kr. og er rekstrarniðurstaða samstæðunnar því neikvæð um 21,1 millj.kr.

Skuldir eru enn miklar og skuldahlutfallið 148,4%. Lífeyrisskuldbinding sem hluti af skuldum sveitarfélagsins hækkaði um 150 millj.kr. á milli ára. Fjárfestingar ársins námu 839 millj.kr., veltufé frá rekstri var 770 millj.kr. og 799,5 millj.kr. voru greiddar í afborganir lána. Ný lán voru tekin að fjárhæð 1.175 millj.kr. Áfram verður leitast við að vinna að hagræðingu í rekstri og lækkun skulda eins og kostur er.


Attachments

Sveitarfélagið Árborg ársreikningur 2015 fyrri umræða..pdf