HS Orka hf. birtir ársreikning 2016


Stjórn HS Orku hf. samþykkti á fundi sínum í dag ársreikning fyrirtækisins fyrir 2016. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum. Ársreikninginn má finna á vefsíðu fyrirtækisins http://www.hsorka.is

Helstu atriði ársreikningsins eru þessi:

Hagnaður ársins nam 3.104 milljónum en á 2015 var tap af rekstri 247 milljónir. Rekstartekjur námu 7.099 milljónum (2015: 7.343 milljónir). Helsta skýring á lækkun rekstrartekna eru minni tekjur af sölu til álframleiðslu og talsvert minni sala á heitu vatni. Auknar tekjur af smásölumarkaði á rafmagni vinna á móti þessu. Framleiðslukostnaður er hærri en 2015 vegna aukinna orkukaupa og hærri afskrifta sem stafa af endurmati orkuversins í Svartsengi í árslok 2015.

Rannsóknar- og þróunarkostnaður er óvenju hár á árinu 2016. Skýrist það fyrst og fremst af borun Íslenska djúpborunarverkefnisins á Reykjanesi. Borun lauk um miðjan janúar 2017 og var dýpið 4.650 metrar. Öll helstu markmið verkefnisins náðust varðandi dýpi, hitastig holunnar, að ná borkjörnum og ekki síst lekt í holunni. Áætlaður hiti á botni holunnar í dag er meira en 400 gráður. Vonir standa til að finna gufusvæði með yfirhitaðri gufu sem er mun orkumeiri en hefðbundin gufa notuð til orkuvinnslu.

Lögfræðikostnaður var líka hár á árinu vegna gerðardómsmáls við Norðurál Helguvík. Gerðardómurinn féll í nóvember og féllst hann á sjónarmið HS Orku um að orkusölusamningurinn sem um var deilt væri úr gildi fallinn. Það væri ekki sök aðila málsins og öllum gagnkröfum Norðuráls í málinu var hafnað.

Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 2.364 m.kr. en voru neikvæðir um 3.141 m.kr. árið 2015. Hækkun á virði afleiða (framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði) er meginorsök breytingarinnar, en þeir voru jákvæðir um 1.467 m.kr. 2016 en voru neikvæðir um 3.248 m.kr. 2015. Áhrif gengisbreytinga voru jákvæð um 970 m.kr. en voru jákvæð um 197 m.kr. 2015.

Heildarhagnaður nam 2.757 árið 2016 samanborið við hagnað upp á 2.633 milljónir á árinu 2015.

Eiginfjárhlutfall 31. desember 2016 er áfram mjög hátt eða 66,7% en var í árslok 2015 58,6%.

 

Frekari upplýsingar veitir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku hf. í síma 855 9301.

 


Attachments

Financial Statements for 2016.pdf Fréttatilkynning ársreikningur 2016.pdf