Félagsbústaðir - fjárhagsáætlun 2018 og til næstu 5 ára


Stjórn Félagsbústaða samþykkti á fundi sínum þann 7. desember 2017 fjárhagsætlun félagsins fyrir árið 2018 og til næstu fimm ára.  Fjárhagsáætlunin byggir á 9 mánaða fjárhagsuppgjöri félagsins. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar hefur nú staðfest fyrir hönd eigenda félagsins að framangreint samþykki stjórnarinnar feli í sér endanlega ákvörðun félagsins á fjárhagsáætluninni.

   Helstu atriði fjárhagsætlunar fyrir árin 2018 – 2022 eru eftirfarandi:

  • Stækkun eignasafns um ríflega 700 íbúðaeiningar á tímabilinu
  • Fjárfest fyrir um 22 milljarða á tímabilinu
  • Leiguverð félagsins hækki um 5% umfram vísitölu á miðju ári 2018
  • Rekstur félagsins sjálfbær á tímabilinu og handbært fé frá rekstri nægir til að greiða afborganir af núverandi og nýjum skuldum félagsins

Meðfylgjandi er áætlunin.

 Nánari upplýsingar veitir Auðun Freyr Ingvarsson í síma 5201500 eða audun@felagsbustadir.is

 


Attachments

Félagsbústaðir 2017-2022 áætlun 2017 12 07.pdf Áætlun 2018 undirrituð.pdf