Klappir Grænar Lausnir hf.: Uppgjör ársins 2017


Klappir Grænar Lausnir hf.: Uppgjör ársins 2017

Rekstur ársins 2017
Rekstrartekjur samstæðunnar árið 2017 voru 210,5 m.kr. og jukust um 71% milli ára. EBITDA afkoma ársins var neikvæð um 12,5 m.kr.

Efnahagur
Heildareignir félagsins voru í lok ársins 362,0 m.kr., þar af voru fastafjármunir 216,8 m.kr. og veltufjármunir 145,2 m.kr. Eigið fé var í lok ársins var 259,4 m.kr., eiginfjárhlufallið í lok ársins var 72%.

Sjóðstreymi
Handbært fé frá rekstri nam 76,7 m.kr. á árinu. Fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 221,5 m.kr. Fjármögnunarhreyfingar voru 134,8 m.kr. Handbært fé lækkaði því um 10,0 m.kr. á árinu og var í lok ársins 70,1 m.kr.

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri
"Rekstur á árinu 2017 gekk vel og var í takt við áætlanir félagsins. Viðskiptavinum félagsins fjölgar jafnt og þétt en yfir 150 lögaðilar nota hugbúnað félagsins. Hann er orðið snar þáttur í rekstri margra fyrirtækja og gerir þeim kleift að fylgjast með, greina og stjórna umhverfisáhrifum sínum yfir alla virðiskeðjuna. Með því að nota hugbúnað Klappa geta fyrirtæki bætt eigið vistspor, dregið úr rekstrarkostnaði og tryggt lögfylgni við umhverfislöggjöf.

Félagið hefur sterka stöðu og býr yfir framúrskarandi starfsfólki, nægu veltufé og traustum viðskiptavinum sem myndar grundvöllinn fyrir áframhaldandi vexti og uppbyggingu félagsins."

Frekari upplýsingar veita:
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa Grænna Lausna, sími: 664-9200
Eðvarð Jón Bjarnason, fjármálastjóri, sími: 699-3884


Attachments

Klappir Grænar Lausnir hf 31.12.2017_undirr