Klappir Grænar Lausnir hf.: Rekstur í samræmi við væntingar og sala á þjónustu á erlendum mörkuðum hafin


Upplýsingar úr óendurskoðuðu milliuppgjöri Klappa Grænna Lausna hf.

  • Tekjur á fyrsta ársfjórðungi 2018 voru 58,9 m. kr.
  • EBITDA afkoma var neikvæð um 4,8 m. kr. á fyrsta ársfjórðungi.
  • Sala til erlendra aðila er hafin.



Rekstur í samræmi við væntingar og sala á þjónustu á erlendum mörkuðum hafin




Rekstur á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og fjölgar notendum stöðugt.




Klappir vinna að auknu þjónustuframboði þannig að félagið geti stutt viðskiptavini sína í sem flestum þáttum umhverfismála. Á síðasta ári var unnið markvisst að markaðs- og kynningarmálum og verður því haldið áfram á yfirstandandi ári og aukin áhersla lögð á sölu- og markaðsstarf. Stefna félagsins gerir ráð fyrir samstarfi við erlenda aðila um dreifingu á þjónustu félagsins og ráðgjöf við innleiðingu. Undirbúningur að slíku samstarfi er þegar hafinn. Fyrsti samningurinn um þjónustu fyrir erlendan aðila er í höfn.




Frekari upplýsingar veita
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa Grænna Lausna, sími: 664-9200
Eðvarð Jón Bjarnason, fjármál, sími: 699-3884