Félagsbústaðir: Niðurstaða skuldabréfaútboðs


Lokuðu útboði Félagsbústaða hf. á skuldabréfum þann 5. júní 2018 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í skuldabréfaflokkunum FB100366 og FB100366u.

Alls bárust tilboð í FB100366 að nafnverði 350 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,90%. Ákveðið var að hafna öllum tilboðum að þessu sinni. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 1.900 m.kr. í þessum flokki sem öll hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Engin tilboð bárust í FB100366u að þessu sinni. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 250 m.kr. í þessum flokki sem öll hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Nánari upplýsingar veita:

Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf., sími 520-1500, audun@felagsbustadir.is
Birgir Guðfinnsson, markaðsviðskiptum fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., sími 444-7337, verdbrefamidlun@arionbanki.is