Nasdaq Nordic setur á laggirnar vefgátt fyrir upplýsingar samfélagsábyrgð til stuðnings ábyrgum fjárfestingum


Reykjavik, 17. desember, 2018 — Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) tilkynnti í dag að ný vefgátt fyrir upplýsingar um samfélagsábyrgð fyrirtækja; eða umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti (ESG vefgátt = Economic, Social, Governance) hafi verið sett á laggirnar á öllum mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum. ESG vefgáttin er miðlægur upplýsingagrunnur fyrir fjárfesta sem veitir þeim aðgang að stöðluðum ESG upplýsingum frá skráðum fyrirtækjum á Norðurlöndunum. Að sama skapi er vefgáttin leið fyrir skráð fyrirtæki til að kynna sitt starf í samfélagsábyrgð.

ESG vefgáttin byggir á leiðbeiningum um samfélagsábyrgð (ESG Reporting Guide) sem Nasdaq gaf út og er ætlað að vera brú á milli fyrirtækja og fjárfesta þegar kemur að upplýsingum um samfélagsábyrgð. Vefgáttin er viðbót við aðrar ESG vörur Nasdaq, þar á meðal OMXS30 Future vísitöluna og markað með sjálfbær skuldabréf.

“Kauphallir Nasdaq á Norðurlöndunum vinna af heilum hug að eflingu sjálfbærra markaða og að okkar mati er best að gera það með því að fella þá hugsjón inn í vörur og þjónustu sem við veitum,” sagði Lauri Rosendahl, forstjóri Nasdaq Nordic og yfirmaður Global Trading & Market Services. “Nasdaq sem rekstraraðili verðbréfamarkaða getur haft áhrif á hvert markaðurinn stefnir. Ný ESG vefgátt um samfélagsábyrgð er mikilvægt skref í að auðvelda frekar ábyrgar fjárfestingar.”

ESG vefgáttin bætir þörf á markaði fyrir miðlægan upplýsingagrunn með stöðluðum ESG mælikvörðum fyrir fjárfesta sem vilja styðja við sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Til viðbótar við beinan aðgang að stöðluðum ESG upplýsingum, sameinar vefgáttin sjálfbærni og frammistöðumælikvarða til að fjárfestar eigi auðveldara með að bregðast við upplýsingum hvort er sem er um sjálfbærnimælikvarða eða ávöxtun fjárfestinga sinna.

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland bætti við: “Félög skráð á mörkuðum Nasdaq Nordic hafa verið leiðandi þegar kemur að samfélagsábyrgð og eru íslensku félögin þar sannarlega á meðal. Það hefur verið þörf á miðlægum upplýsingagrunni þar sem eftirspurn fjárfesta hefur aukist mikið eftir gagnsæjum og samanburðarhæfum ESG upplýsingum. Við viljum brúa þetta bil og styðja þannig enn frekar við birtingu fyrirtækja á stöðluðum ESG upplýsingum.”.

Félög skráð hjá Nasdaq Nordic eru hvött til að birta ESG upplýsingar en ekki er um skyldu að ræða.  Sem stendur birta yfir 160 félög, sem eru samanlegt um 213 milljarðar evra að markaðsvirði, ESG upplýsingar í vefgáttinni. Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn með reglubundnum hætti.

#

 

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 90 mörkuðum í 50 löndum og knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 4000 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 15 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/

 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

         FJÖLMIÐLASAMSKIPTI:
          Kristín Jóhannsdóttir
          868 9836
          kristin.johannsdottir@nasdaq.com


Attachments

2018_1217_ESG vefgátt_ICE.pdf