Klappir grænar lausnir hf.: Stefna að því að auka hlutafé í B-flokki hlutabréfa um allt að 15 milljónir hluta.


Klappir grænar lausnir hf. stefna að því að auka hlutafé í B-flokki hlutabréfa um allt að 15 milljónir hluta.

Stjórnarfundur Klappa grænna lausna hf. samþykkti á fundi í dag hinn 11. mars 2019, að hækka hlutabréf félagsins í B-flokki hlutabréfa um 15 milljónir hluta samkvæmt heimild í grein 2.01.5 í samþykktum félagsins. 

Sala bréfanna fer fram í lokuðu hlutafjárútboði í umsjón Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf. sem Klappir hafa ráðið til að annast útboðið. Útboðsgengi bréfanna er 15,0. 

Kynningar- og sölutímabil verður frá 12. mars 2019 til 29. mars 2019. 

Markmið með útboðinu er að styðja við dreifingu á hugbúnaði félagsins á alþjóðlegum mörkuðum og fjölga notendum.

Nánari upplýsingar verða sendar til kauphallar þegar niðurstöður útboðsins liggja fyrir.

Aðalfundur 2019.

Stjórn Klappa ákvað að aðalfundur félagsins verði haldinn 10. apríl 2019, kl. 16:00. Samþykkt var að leita heimildar hluthafafundar til aukningar á hlutafé til frekari stuðnings við dreifingu hugbúnaðarins. Dagskrá og tillögur aðalfundar verða auglýstar síðar.

Nánari upplýsingar veita Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa s. 6649200 og Karl Þorsteins, Centra Fyrirtækjaráðgjöf, s. 8962916.

Viðhengi


Attachments

Klappir Fjárfestakynning 2019 til Kauphallar