Klappir grænar lausnir hf.: Notendum hugbúnaðar Klappa fjölgar hratt erlendis


Notendum hugbúnaðar Klappa fjölgar hratt erlendis

  • Dótturfélagi ýtt úr vör til að annast dreifingu og þjónustu á Íslandi

Klappir grænar lausnir hf. hefur ýtt úr vör dótturfélaginu Klappir Ísland til að annast dreifingu á hugbúnaðarlausnum félagsins á Íslandi og þjónustu við innlenda viðskiptavini. Notendum hugbúnaðarins hefur fjölgað umtalsvert erlendis það sem af er árinu en félagið er þegar komið í samstarf við erlenda dreifingaraðila á Bretlandseyjum og í Litháen. Markmiðið með starfsemi dótturfélags á Íslandi er að skapa móðurfélaginu svigrúm til að sinna vel erlendum og innlendum samstarfsaðilum sem annast þjónustu við og dreifingu á hugbúnaðarlausnum Klappa. Áætlað er að notendum á hugbúnaði Klappa fjölgi í um 750 á þessu ári og í um 1400 á árinu 2020. Gert er ráð fyrir að tekjur Klappa á þessu ári verði allt að 350 milljónir króna.


Nánari upplýsingar veitir Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, s. 6649200.