REG3A fjármögnun: Breyting á undirliggjandi veðandlagi


Samkvæmt útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins REG3A 14 1 er útgefanda flokksins, REG3A fjármögnun kt. 431213-9900, heimilt að leyfa Reginn atvinnuhúsnæði ehf., kt. 521009-1010, að skipta út eignum í undirliggjandi veðandlagi lánssamnings milli útgefanda og Regins atvinnuhúshæðis.

Vísað er í tilkynningu dags 30. september 2019 þar sem fram kemur að Reginn atvinnuhúsnæði hafi óskað eftir því að skipta út fasteigninni við Köllunarklettsveg 4, 104 Reykjavík og á móti verði lagt inn reiðufé á veðsettan reikning í samræmi við skilmála.

Í samræmi við skilmála þurfti samþykki a.m.k. 75% eigenda skuldabréfa fyrir breytingunni, sjá nánar fyrri tilkynningu sem vísað er í hér að ofan. Slíks samþykkis hefur nú verið aflað og hefur REG3A fjármögnun samþykkt ofangreinda breytingu á veðandlagi í samræmi við skilmála lánssamnings og útgefinna skuldabréfa REG3A 14 1 og veði verið aflétt.

Nánari upplýsingar veitir Þorkell Magnússon, forstöðumaður hjá Júpíter rekstrarfélagi hf. í síma 854-1090.