Klappir Grænar Lausnir hf.: Niðurstaða hluthafafundar.


Hluthafafundur í Klöppum grænum lausnum hf. var haldinn hinn 17. október 2019 kl. 16.00 að Austurstræti 17, Reykjavík.

Samruni við Stika ehf.

Á hluthafafundinum var samþykkt tillaga um samruna Stika ehf., kt. 420392-2149, við Klappir grænar lausnir hf. í samræmi við samrunaáætlun félaganna sem undirrituð var þann 31. maí 2019. Samkvæmt samrunaáætlun munu Klappir grænar lausnir hf. gefa út 7.891.378 nýja hluti í B-flokki hlutabréfa til eigenda Stika ehf. sem endurgjald vegna samrunans. Eftir hækkun hlutafjár verður heildarhlutafé félagsins kr. 133.391.378.

Kosning stjórnar

Á fundinum var kosin ný stjórn Klappa grænna lausna hf. Eftirtaldin skipa stjórn félagsins eftir hluthafafundinn:

  • Ágúst Sindri Karlsson, kt. 010863-4149
  • Hildur Jónsdóttur, kt. 021158-7399
  • Geir Valur Ágústsson, kt. 240364-5819
  • Linda Björk Ólafsdóttir, kt. 090466-2919 og
  • Hildur Hauksdóttir, kt. 260586-2899

Frekari upplýsingar veitir:

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa grænna lausna, sími: 664-9200