Klappir grænar lausnir hf.: Rekstur og aukning hlutafjár.


Rekstur þriðja ársfjórðungs 2019

  • Rekstrartekjur Klappa samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri voru 74,3 m.kr. á þriðja ársfjórðungi ársins 2019, samanborið við 61,4 m.kr. árið áður.
  • Rekstrartekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins 2019 voru 245,8 m.kr. samanborið við 185,8 m.kr. árið áður eða 32,2% hækkun milli ára. 
  • EBITDA afkoma á þriðja ársfjórðungi, var jákvæð um 2,0 m.kr. og á fyrstu 9 mánuðum ársins var hún jákvæð um 9,9 m.kr.

                            

Aukning hlutafjár

Á stjórnarfundi Klappa grænna lausna hf. sem haldinn var 17. október 2019 nýtti stjórn heimild í grein 2.01.5 í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé um kr. 635.283 vegna eftirfarandi mála, úr kr. 133.391.378 í kr. 134.026.661.

  • Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, kt. 691097-2859, átti fjárkröfu á hendur Stika ehf., kt. 420392-2149. Uppgreiðsluverðmæti skuldarinnar er 4,3 m.kr. Stiki ehf. hefur sameinast Klöppum grænum lausnum hf. og ber sameinað félag því fjárhagslega ábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Samkvæmt samkomulagi um samruna er skuldin greidd að fullu með útgáfu á hlutabréfum að nafnverði kr. 288.622 í B-flokki hlutabréfa. 
  • Klappir grænar lausnir hf. hafa gert samkomulag við Eignarhaldsfélagið Hof ehf. um kaup á 49% eignarhlut á dótturfélagi Klappa í Litháen, sem rekið er undir nafninu Klappir Lithuania UAB.  Félagið hefur verið að 51% hluta í eigu Klappa og 49% í eigu Hofs. Í samkomulaginu er vísað til upphaflegs hluthafasamkomulags milli aðila, þannig að ákvæði um endurkaup á eignarhlut Hofs er virkjað fyrr en ætlað var.  Kaupverðið, sem er 5,2 m.kr., er greitt með hlutabréfum að nafnverði kr. 346.661 í B-flokki hlutabréfa í Klöppum grænum lausnum hf. Kaupin eru hluti af áframhaldandi uppbyggingu á neti samstarfsaðila í kjölfar samrunans við Stika ehf.  Eftir samruna eru notendur að kerfi Klappa í yfir 20 löndum.

 

 Frekari upplýsingar veitir:

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa grænna lausna, sími: 664-9200