Marel: Rafrænn aðalfundur vegna COVID-19


Þann 6. mars sl. lýstu embætti ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis yfir neyðarstigi almannavarna í ljósi útbreiðslu COVID-19 á Íslandi. Af þessum sökum og í ljósi alvarlegs alþjóðlegs ástands hefur stjórn Marel ákveðið að aðalfundur félagsins, sem haldinn verður í höfuðstöðvum félagsins í Garðabæ miðvikudaginn 18. mars nk. kl. 16, verði einnig rafrænn, þ.e. hluthafar geti tekið þátt í fundinum með rafrænum hætti án þess að vera á staðnum.  Þeir sem taka þátt í fundinum með rafrænum hætti geta fylgst með vefstreymi af fundinum auk þess sem þeir geta kosið rafrænt á fundinum og borið upp skriflegar spurningar í gegnum Lumi snjallforritið eða Lumi vefsíðuna.

Hluthafar og umboðsmenn þeirra eru eindregið hvattir til rafrænnar þátttöku í fundinum, hvort sem er með rafrænni atkvæðagreiðslu fyrir fundinn eða með rafrænni þátttöku á fundinum.  

Hluthafar sem hafa hug á því að sækja fundinn rafrænt verða að skrá þátttöku sína á fundinn fyrirfram, eins fljótt og auðið er og eigi síðar en kl. 12:00 GMT/13:00 CET á fundardegi. Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í Kauphöllinni á Íslandi geta skráð þátttöku sína í gegnum hluthafagátt á vefsíðu Marel. Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í kauphöllina í Amsterdam geta skráð þátttöku sína í gegnum vörsluaðila sinn.

Hluthafar  eru  hvattir til þess að fylgja leiðbeiningum embættis landlæknis í tengslum við COVID-19. Farið verður fram á að þeir hluthafar sem sækja fundinn fylli út spurningalista á fundarstað, sem inniheldur m.a. spurningar varðandi ferðalög til svæða sem skilgreind hafa verið sem áhættusvæði og hugsanleg flensulík einkenni.

Meðfylgjandi eru frekari upplýsingar um rafræna þátttöku í aðalfundinum sem og endanleg dagskrá og tillögur stjórnar sem lagðar verða fyrir fundinn. Frestur til að skila inn tillögum er liðinn, sbr. grein 4.20 í samþykktum félagsins.

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu félagsins:

https://marel.com/investors/shareholder-center/shareholder-meetings/

 

 

Viðhengi


Attachments

Endanleg dagskrá og tillögur til aðalfundar Rafræn þátttaka á aðalfundi Marel 2020