FÍ fasteignafélag slhf. - Aðalfundur 2020


Aðalfundur FÍ fasteignafélags slhf. verður haldinn fimmtudaginn 7. maí 2020, kl. 9:00 í fundarsal Kviku banka, Katrínartúni 2, 9. hæð, Reykjavík.  

Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár.
  2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2019 lagður fram til staðfestingar.
  3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins fyrir árið 2019.
  4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar félagsins.
  5. Ákvörðun um þóknun til fjárfestingaráðs félagsins.
  6. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins.
  7. Kosning fjárfestingaráðs félagsins.
  8. Kjör endurskoðanda.
  9. Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl.
  10. Tillaga um starfskjarastefnu.
  11. Önnur mál.

Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri FÍ, Sveinn Hreinsson s. 692 0900, sveinn@fifasteignir.is