Klappir grænar lausnir hf.: Rekstur fyrsta ársfjórðungs 2020


Helstu upplýsingar:

  • Sala á vöru og þjónustu samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri nam 89,8 mkr
    á fyrsta ársfjórðungi [F1 2019: 51,4 mkr].
    Tekjuvöxtur var um 75% frá sama tímabili í fyrra.
  • EBITDA nam 25,1 mkr (28%) á fyrsta ársfjórðungi [F1 2019: -13,9 mkr]. 

Rekstur Klappa grænna lausna á fyrsta ársfjórðungi var í samræmi við áætlanir félagsins.
Sú fjárfesting, sem ráðist var í á árinu 2019 og fól í sér að stækka vistkerfi Klappa, fjölga
notendum, styrkja hugbúnaðarlausnirnar, bæta þjónustuframboðið og endurskipuleggja
félagið, skilaði sér strax á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020. Áfram verður unnið að ýmsum
verkefnum sem fela í sér hagræði bæði til skemmri og lengri tíma. Hugbúnaðarlausnir og
þjónusta við viðskiptavini hafa að undanförnu skilað tekjuvexti og sterkri afkomu með eftirfarandi hætti: 

  • Notendum á haftengdum lausnum Klappa fjölgaði verulega. Í byrjun árs fékk
    félagið pöntun frá Scorpio og MOL í hugbúnað fyrir 220 skip. Salan fór fram í
    gegnum samstarfsaðila Klappa í Bretlandi, ChartCo. Fyrirspurnir eru farnar
    að berast í hafnarhugbúnaðinn frá erlendum höfnum, m.a. Lissabon og Barcelona.

  • Notendum að umhverfishugbúnaði Klappa fjölgaði bæði á Íslandi og hjá erlendum
    starfsstöðvum íslenskra fyrirtækja - eins er fyrirspurnum frá erlendum fyrirtækjum
    að fjölga. Á árinu verður lögð áhersla á að fjölga erlendum notendum og horfum
    við þá mest til Bretlands, auk Danmerkur og Svíþjóðar.

  • Notendum að áhættumatshugbúnaði Klappa fjölgar hratt. Unnið verður að því að
    styrkja þann hugbúnaðarhluta sem snýr að áhættumati vegna loftslagsmála en félagið
    fékk fyrstu pöntun á þessari lausn frá núverandi viðskiptavini í Þýskalandi. Einnig
    verður lögð áhersla á að styrkja þann hluta sem snýr að UFS áhættumati.

  • Notendum þeirra hugbúnaðarlausna Klappa, sem snúa að rekstri og utanumhaldi
    eigna með tilliti til skilvirkrar notkunar á orku, vatni og þess að minnka magn og
    urðun úrgangs, er að fjölga. Lögð verður áhersla á að þróa þessar lausnir enn frekar.

  • Notendum að þeirri einingu, sem snýr að hönnun með tilliti til öryggis, er að fjölga.
    Nýjustu pantanir komu frá Korea Atomic Energy Research Institute og Leuven-háskólanum.

  • Þeim aðilum, sem nýttu sér þjónustu Klappa, fjölgaði verulega miðað við sama tímabil
    á síðasta ári. Markmiðið er að styrkja þjónustuna enn frekar þar sem áhersla verður lögð
    á stuðning við samstarfsaðila og viðskiptavini bæði á Íslandi og erlendis.

Reiknað er með að áhrif vegna Covid-19 verði til þess að tekjur félagsins dragist saman á öðrum
og þriðja ársfjórðungi. Vonast er til að tekjur fari að aukast aftur á fjórða ársfjórðungi. Þó svo að
tekjur dragist saman tímabundið verður lögð áhersla á að halda áfram að styrkja félagið,
þjónustuframboð og hugbúnaðarlausnir þess ásamt því að halda utan um starfsfólkið - þessi
fjárfesting kemur til með að skila sér í haust. Reynt verður að nýta allan þann stuðning sem félagið
fær aðgang að í gegnum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Einnig verður áfram unnið að
fyrirhuguðu hlutafjárútboði.

Nánari upplýsingar veita

Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa
S: 664 9200
Netfang: jat@klappir.com

Ólöf Ásta Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
S: 661 0202
Netfang: olof@klappir.com

Viðhengi
Í viðhengi má finna bréf til hluthafa.

Viðhengi


Attachments

Klappir - Bréf til hluthafa 17.03.2020