Heimavellir hf.: Niðurstaða hluthafafundar Heimavalla hf.


Fimmtudaginn 14. maí 2020 var hluthafafundur Heimavalla hf. haldinn á Hilton Nordica Hótel. Fundurinn hófst k:15:00

Kosning um breytingu á 18. gr. samþykkta Heimavalla hf.

Tillaga Fredensborg ICE ehf. um að breyta 18. gr. samþykkta Heimavalla hf. var samþykkt. Eftirleiðis hljóðar 18. gr. samþykkta félagsins svo:

„Stjórn skal skipuð þremur einstaklingum.

Frambjóðendur skulu tilkynna félaginu um framboð sitt a.m.k. fimm sólarhringum fyrir hluthafafund.

Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnunarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Félagsstjórn skal fara yfir framboðstilkynningar og gefa hlutaðeigandi, með sannanlegum hætti, kost á því að bæta úr þeim göllum sem eru á tilkynningunni innan tiltekins frests. Ef ekki er bætt úr göllum á framboðstilkynningunni innan hins tiltekna frests, úrskurðar félagsstjórn um gildi framboðs. Unnt er að skjóta niðurstöðu félagsstjórnar til hluthafafundar sem fer með endanlegt úrskurðarvald um gildi framboðs. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar skulu lagðar fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund.“

Kjör stjórnarmanna félagsins
Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins:

Andreas Søtvedt Oulie

Arve Regland

Helge Krogsbøl

Eftir hluthafafundinn hélt nýkjörin stjórn stjórnarfund þar sem verkefnum var skipt á milli stjórnarmanna og var það niðurstaða stjórnarfundarins að:

  • Andreas Søtvedt Oulie var kjörinn stjónarformaður
  • Arve Regland var kjörinn varaformaður

Önnur mál

Engin önnur mál voru afgreidd.

Meðfylgjandi er fundagerð fundarins.

Viðhengi


Attachments

Fundargerð hluthafafundar 14.5.2020 undirritað