Skuldabréfaflokkurinn REG3A 14 1


Með vísan til 2. kafla útgáfulýsingar skuldabréfaflokksins REG3A 14 1 (IS0000024313) tilkynnist hér með að Reginn atvinnuhúsnæði ehf. hefur nýtt sér ákvæði til uppgreiðslu og hlutagreiðslu skv. lánssamningi við útgefanda og mun útgefandi inna sömu greiðslu af hendi inn á höfuðstól skuldabréfsins á næsta gjalddaga þess 25.08.2020.

Samkvæmt lánssamningum skal lántaki tilkynna lánveitanda um fyrirhugaða uppgreiðslu og hlutagreiðslu með a.m.k. 30 daga fyrirvara. Lágmarksgreiðsla umfram greiðsluskyldu er kr. 100.000.000,- í samræmi við skilmála lánsamningsins. Útgefandi mun tilgreina fjárhæð uppgreiðslunnar um leið og frekari upplýsingar berast frá lántaka.  

Nánari upplýsingar veitir Þorkell Magnússon forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter rekstrarfélagi hf. sem er rekstraraðili útgefanda.

Sími: 5220110.
Netfang: thorkell.magnusson@jupiter.is