REG3A fjármögnun: Skuldabréfaflokkurinn REG3A 14 1


Með vísan til 2. kafla útgáfulýsingar skuldabréfaflokksins REG3A 14 1 (IS0000024313) og tilkynningar dags 24.07.2020, tilkynnist hér með að Reginn atvinnuhúsnæði ehf. hefur nýtt sér ákvæði til uppgreiðslu og hlutagreiðslu skv. lánssamningi við útgefanda og mun útgefandi inna sömu greiðslu af hendi inn á höfuðstól skuldabréfsins á næsta gjalddaga þess 25.08.2020. Reginn fyrirhugar að greiða lánssamninginn upp að fullu og mun því skuldabréfaflokkurinn REG3A 14 1 einnig vera greiddur upp að fullu á næsta gjalddaga þann 25.08.2020.

Nánari upplýsingar veitir Þorkell Magnússon forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter rekstrarfélagi hf. sem er rekstraraðili útgefanda.

Sími: 854-1090
Netfang: thorkell.magnusson@jupiter.is