Landfestar ehf.: Fyrirhuguð uppgreiðsla LF 14 1


Félagið stefnir að því að greiða upp skuldabréfaflokkinn LF 14 1 á næsta gjalddaga, 12. desember 2020. Uppgreiðslan yrði liður í endurfjármögnun skulda samstæðu móðurfélagsins, Eikar fasteignafélags hf.

Flokkurinn stendur í tæplega 12.700 m.kr. og var gefinn út á ávöxtunarkröfunni 3,9% árið 2014. Samkvæmt skilmálum flokksins greiðist 1,5% uppgreiðslugjald.

Móðurfélagið hefur aflað tilboða frá bönkum sem tryggja myndu fulla fjármögnun flokksins en ekki hefur verið skrifað undir lánasamninga. Komi til uppgreiðslu flokksins stefnir móðurfélagið að því að halda skuldabréfaútboð í aðdraganda uppgreiðslunnar.

Verði ákveðið að greiða upp LF 14 1 mun félagið gera skuldabréfaeigendum grein fyrir því með tilkynningu í kauphöll, í samræmi við skilmála skuldabréfaflokksins.


Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags hf., gardar@eik.is, s. 590-2200

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar fasteignafélags hf., lydur@eik.is, s. 820-8980