Félagsbústaðir hf. - Fjárhagsáætlun 2021

Reykjavík, ICELAND


Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti á fundi sínum 17. desember 2020 fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2021. Fjárhagsáætlunin byggir á útgönguspá fyrir árið 2020.

Helstu atriði í fjárhagsætlun fyrir árið 2021 eru:

 • Áætlað er að rekstrarniðurstaða ársins 2021 verði jákvæð um 1.044 m.kr.
 • Áætlað er að rekstrartekjur nemi 5.059 m.kr.
 • Áætlað er að rekstrargjöld nemi 2.781 m.kr.
 • Áætlað er að greiðslubyrði lána nemi 2.280 m.kr.
 • Áætlað er að handbært fé í lok árs nemi 1.189 m.kr.
 • Rekstur félagsins er sjálfbær á tímabilinu og handbært fé frá rekstri nægir til að greiða afborganir af núverandi og nýjum skuldum félagsins.
 • Áætlað er að eiginfjárhlutfall verði 46,2% í lok árs.
 • Áætlað er að íbúðum félagsins fjölgi um 123.
 • Áætlað er að fjárfestingakostnaður nemi 5.598 m.kr.
 • Áætlað er að 34% fjárfestingakostnaðar verði aflað með stofnframlögum og 66% með lánsfé.
 • Stefnt er að áframhaldandi útgáfu félaglegra skuldabréfa til að standa undir fjárfestingakostnaði.
 • Keyptar verða íbúðir í nýbyggingum í kjölfar kaupréttarsamninga, á almennum fasteignamarkaði og byggðir íbúðakjarnar.

Meðfylgjandi er áætlun ársins 2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri, sigrun@felagsbustadir.is sími 520-1500

Viðhengi



Attachments

Fjárhagsáætlun Félagsbústaða 2021