Klappir Grænar Lausnir hf. - helstu niðurstöður aðalfundar 2021

REYKJAVIK, ICELAND


Helstu niðurstöður aðalfundar Klappa Grænna Lausna hf. árið 2021

Á aðalfundi Klappa Grænna Lausna hf., sem fram fór þann 13. apríl 2021, voru eftirfarandi tillögur samþykktar auk þess sem ný stjórn var kjörin.

I. Tillögur sem samþykktar voru á aðalfundinum

 1. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár var kynntur og staðfestur
 2. Tillaga um ráðstöfun afkomu félagsins vegna reikningsársins 2020

Samþykkt var tillaga stjórnar við aðalfund um að ekki yrði greiddur arður vegna rekstrarársins 2020, en að tap ársins yrði fært til lækkunar á eigin fé félagsins.

 1. Kosning endurskoðunarfélags

Svofelld tillaga var samþykkt:

„Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að Deloitte ehf. verði kjörið endurskoðunarfirma Klappa Grænna Lausna hf.“

 1. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna

Stjórn lagði til að stjórnarlaun yrðu óbreytt eða sem nemur kr. 50.000 fyrir hvern setinn stjórnarfund, og var tillagan samþykkt.

 1. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins

Stjórn lagði til uppfærða starfskjarastefnu þar sem búið er að einfalda ákvæði hennar og taka út ákvæði sem ekki eiga við um félagið og var hún samþykkt.

 1. Tillaga stjórnar um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum

Stjórn lagði til að:

„Aðalfundur Klappa Grænna Lausna hf., haldinn 13. apríl 2021, samþykki að veita stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, til að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess.

Kaupverð hvers hlutar má ekki vera hærra en nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra. Heimildina má nýta í eitt skipti eða fleiri. Heimild þessi gildir í 18 mánuði frá aðalfundardegi 2021“

Tillagan var samþykkt.

 1. Tillaga stjórnar til aðalfundar um tillögur til breytinga á samþykktum félagsins sem voru samþykktar:

Stjórn lagði til nokkrar breytingar á samþykktum félagsins sem eru einkum til þess fallnar að auka skýrleika þeirra. Helstu efnisbreytingar sem stjórn lagði til voru eftirfarandi:

 • Stjórn lagði til að gildandi heimild til útgáfu nýrra hluta yrði framlengd til 18 mánaða og að tekin yrðu af tvímæli um það að hluti hennar væri bundinn hugsanlegri útgáfu hlutafjár til að efna skuldbindingar félagsins skv. gildandi kaupréttaráætlun.
 • Að gerð yrði grein fyrir reglum sem gilda um rétt hluthafa til að fá tiltekin mál tekin fyrir á hluthafafundi.
 • Að framvegis yrðu kjörnir 5 stjórnarmenn í stað 3 til 7 stjórnarmanna.
 • Að tilgreint yrði að hugsanleg heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum félagsins yrði tilgreind hverju sinni í viðauka við samþykktir félagsins á meðan heimildin gildir.

Voru tillögur stjórnar samþykktar.

II. Stjórnarkjör

Eftirtaldir aðilar skipa nýja stjórn félagsins:

 • Linda Björk Ólafsdóttir
 • Jón Björnsson
 • Stefán Eyjólfsson
 • Hildur Jónsdóttir
 • Ágúst Einarsson

Að aðalfundi loknum kom nýkjörin stjórn saman og skipti með sér verkum. Formaður stjórnar er Linda Björk Ólafsdóttir og varamaður stjórnar er Jón Björnsson.