Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf - BÚS I: Stækkun skuldabréfaflokks til fjármögnunar nýrrar lánveitingar


Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf- BÚS I lauk í dag sölu á skuldabréfum í flokknum BUS 60. 

Skuldabréf voru seld að nafnvirði kr. 1.500.000.000 á ávöxtunarkröfunni 2,40%. Eftir stækkun er stærð skuldabréfaflokksins kr. 6.080.000.000. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður á 2,70% föstum vöxtum, til 40 ára og  með jöfnum greiðslum vaxta og höfuðstóls. Lokagjalddagi er þann 5. maí 2060.  Heildarheimild útgáfu er kr. 12.000.000.000.

Tilgangur útgáfunnar er endurfjármögnun á hluta núverandi framkvæmdalána Búseta hsf. Miðað er við að lánið verði tryggt með íbúðareignum Búseta hsf. við Árskóga í Reykjavík.

Gjalddagi og afhending skuldabréfanna er fyrirhuguð í viku 38 og sótt verður um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann sama dag og gjalddagi og afhending á sér stað. Kauphöll mun tilkynna um fyrirhugaða stækkun með eins dags fyrirvara.


Skjöl sem tengjast skuldabréfaflokknum má nálgast á vefsíðunni: 
https://landsbref.is/skrad-skuldabref

Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:

Ingvar Karlsson, sjóðstjóri fagfjárfestasjóðsins Landsbréf - BÚS I, s: 410-2518 eða í gegnum netfangið: ingvar.karlsson@landsbref.is

Gunnar S. Tryggvason, s: 410-6709 eða í gegnum netfang Markaðsviðskipta Landsbankans vegna útboðsins: verdbrefamidlun@landsbankinn.is