Hagar hf.: Endurfjármögnun og útgáfa skuldabréfa

Kópavogur, ICELAND


Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurfjármögnun á óverðtryggðum skuldabréfaflokki Haga hf. að fjárhæð 2.500 millj. kr. sem er á gjalddaga þann 18. október nk.

Högum hefur borist kauptilboð í 2.500 millj. kr. skuldabréf útgefið af félaginu, sem ætlað er til endurfjármögnunar á skuldabréfi HAGA181021, en helstu skilmálar hins nýja skuldabréfs eru eftirfarandi:

  • Skuldabréfið er óverðtryggt til 3ja ára, með gjalddaga 18.10.2024 (HAGA181024)
  • Útgáfudagur verður 18.10.21, sama dag og HAGA181021 er á gjalddaga
  • HAGA181024 er vaxtagreiðslubréf með gjalddaga 2svar á ári og endurgreiðsla höfuðstóls er á lokagjalddaga
  • Vaxtakjör verða 3,72% og verður skuldabréfið selt á sömu ávöxtunarkröfu
  • Þrjár lykileignir Haga eru veðsettar skuldabréfaeigendum á fyrsta veðrétti
  • Að öðru leyti eru skilmálar HAGA181024 sambærilegir skilmálum HAGA181021.

Hagar hafa gengið að kauptilboðinu en sá fyrirvari er á að samkomulag náist um ásættanlegt orðalag viðeigandi skjala.

Arctica Finance hefur umsjón með sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:
Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga hf., geg@hagar.is
Jón Eggert Hallsson, markaðsviðskiptum Arctica Finance hf., joneggert@arctica.is
Jón Þór Sigurvinsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance hf., jons@arctica.is