Landsvirkjun greiðir upp skuldabréf að fjárhæð 80 milljónir evra


Landsvirkjun hefur í dag greitt upp skuldbréf að fjárhæð 80 milljónir evra sem eru á gjalddaga í janúar 2024. Bréfin voru gefin út undir EMTN skuldabréfarammanum, eru skráð í kauphöllina í Lúxemborg og hafa ISIN númerin XS0183893550 og XS0184706595.

Skuldabréfin eru með ríkisábyrgð og mun hlutfall lána Landsvirkjunar með ríkisábyrgð því lækka eftir viðskiptin og verður um 14% af lánum en útistandandi lán með ríkisábyrgð eru frá árinu 2006. Endurkaup skuldabréfanna endurspegla sterka fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og er liður í skuldastýringu fyrirtækisins.

Reykjavík, 8. desember 2021

Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

Sími: 354 515 9000, netfang: rafnar.larusson@landsvirkjun.is